Newcastle vann góðan 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liðið var 2-0 yfir í hálfleik en Harry Kane minnkaði muninn í þeim síðari.
Callum Wilson kom Newcastle yfir eftir um hálftíma leik en það mark er ansi umdeilt.
Hugo Lloris féll í baráttunni við Wilson í aðdraganda marksins en Ben Foster fyrrum markvörður segir að um brot hafi verið að ræða en VAR dæmdi ekkert.
Mikil umræða hefur skapast á Twitter hjá Foster um atvikið.
The GK is the player in control of the ball, if he beats the striker to the ball, and the striker is in the way, unfortunately it’s a foul. There’s nothing the striker can do about it, but it’s still a foul!
— Ben Foster (@BenFoster) October 23, 2022
Athugasemdir