Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu atvikið: Braut WIlson á Lloris í aðdraganda marksins?

Newcastle vann góðan 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Liðið var 2-0 yfir í hálfleik en Harry Kane minnkaði muninn í þeim síðari.

Callum Wilson kom Newcastle yfir eftir um hálftíma leik en það mark er ansi umdeilt.

Hugo Lloris féll í baráttunni við Wilson í aðdraganda marksins en Ben Foster fyrrum markvörður segir að um brot hafi verið að ræða en VAR dæmdi ekkert.

Markið má sjá hér.

Mikil umræða hefur skapast á Twitter hjá Foster um atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner