Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 12:28
Aksentije Milisic
Talið að Varane verði frá í 3-4 vikur

Raphael Varane, varnarmaður Manchester United, meiddist í gær í jafnteflisleiknum gegn Chelsea.


Varane hefur verið einn besti leikmaður Manchester United í vetur og hafa hann og Lisandro Martinez myndað saman ógnarsterkt miðvarðarpar.

Í ellefu leikjum saman höfðu þeir einungis fengið á sig sex mörk og haldið fimm sinnum hreinu. Í gær var staðan 0-0 þegar Varane meiddist í síðari hálfleiknum.

Franski landsliðsmaðurinn meiddist þegar hann reyndi að stoppa Pierre Emerick-Aubameyang og óttuðust margir það að meiðslin væru alvarleg. Varane lág lengi eftir og var í tárum þegar hann gekk af velli.

Fréttir frá Englandi í dag segja frá því að um vöðvameiðsli í læri sé að ræða og að Varane verði líklega frá í þrjár til fjórar vikur. Hann var reglulega meiddur í læri á síðustu leiktíð.

Þetta þýðir að hann mun ekki spila meira með Man Utd fram að HM í Katar en hann gæti hins vegar náð mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner