Þessa stundina eigast við Aston Villa og Brentford í ensku úrvalsdeildinni en staðan er 3-0 fyrir Villa þegar flautað hefur verið til leikhlés.
Villa hefur gengið illa á tímabilinu og var Steven Gerrard rekinn eftir slæmt tap gegn Fulham í miðri viku.
Það virðist hafa verið vítamínssprauta fyrir Villa en Bailey skoraði fyrsta markið í kjölfar hornspyrnu strax á annari mínútu.
Á 7. mínútu átti Bailey góða sendingu á Danny Ings sem kláraði færið mjög vel af stuttu færi. Villa var ekki hætt og fékk Tyrone Mings vítaspyrnu í kjölfar hornspyrnu. Ings skoraði af miklu öryggi.
Aston Villa fékk fleiri færi og átti skot í tréverkið en það virðist allt annað að sjá liðið heldur en undanfarnar vikur.
HVAÐ VAR GERRARD AÐ GERA ALLAN ÞENNAN TÍMA?? Við erum bara skemmtilegasta lið deildarinnar 💜
— Vilhjálmur Freyr (@Vilhjalmurfreyr) October 23, 2022