Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   sun 23. október 2022 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilson: Markmenn fá stundum alltof mikla ást frá dómurum
Mynd: EPA
Fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri Newcastle gegn Tottenham er mjög umdeilt en Callum WIlson kom Newcastle yfir í leiknum.

Einhverjir vilja meina að hann hafi brotið á Hugo Lloris í aðdragandanum en eftir skoðun í VAR var markið dæmt gott og gilt. Wilson tekur eðlilega undir það.

„Ég hef fullan rétt á því að reyna við boltann og ég sé markmanninn koma út. Við erum í barátunni, stundum fá markmenn of mikla ást frá dómurum og þeir eru of fljótir að dæma aukaspyrnu. Hann kassar boltann og fer eginlega í mig," sagði Wilson við Sky Sports.

Eftir sigurinn er Newcastle komið upp í 4. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner