Það er af nægu að taka í hnausþykkum slúðurpakka dagsins. BBC tók saman helstu fréttirnar og sögurnar úr götublöðunum.
Arsenal hefur áhuga á Nico Williams (22) kantmanni Athletic Bilbao og Mikel Merino (28) miðjumanni Real Sociedad en fær samkeppni frá Barcelona um báða spænsku landsliðsmennina. (Standard)
Borussia Dortmund, Juventus og Paris St-Germain vilja fá Jadon Sancho (24) sóknarleikmann Manchester United og enska landsliðsins en vilja ekki ganga að verðmiðanum. (Sky Sports)
United vill fá 40 milljónir punda fyrir Sancho. (Mirror)
Trent Alexander-Arnold (25) vill vera áfram Liverpool og þeir rauðu vona að enski hægri bakvörðurinn skrifi undir nýjan samning. Real Madrid hefur sýnt honum áhuga. (Sun)
Manchester City er í viðræðum um að selja brasilíska hægri bakvörðinn Yan Couto (22) en hann enn ekki spilað fyrir félagið. Couto var á láni hjá Girona. (Mail)
Manchester United hefur boðið 33 milljónir punda í hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt (24) en Bayern München mun ekki samþykkja tilboð undir 42 milljónum punda auk viðbóta. (Sky Sports Þýskalandi)
Trevoh Chalobah (25) varnarmaður Chelsea er sagður hneykslaður yfir því að hafa ekki verið tekinn með í æfingaferðina. Hann telur að verið sé að þvinga sig í burtu. (Guardian)
Enski bakvörðurinn Kieran Trippier (33) er á óskalistum tveggja félaga í Sádi-Arabíu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle United og er líklega á förum. (Northern Echo)
Brasilíski miðjumaðurinn Joelinton (27) segist ánægður hjá Newcastle United og telur að landi sinn Bruno Guimaraes (26) ætli að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir. (Guardian)
Ivan Toney (28) framherji Brentford og enska landsliðsins er reiðubúinn að sitja á samningi sínum þar til hann rennur út, ef hann fær ekki stórt tilboð í sumar. (Talksport)
Manchester United þarf fyrst að selja hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) ef félagið vill fá marokkóska hægri bakvörðinn Noussair Mazraoui (26) frá Bayern München. (Mirror)
Everton ætlar að fá Jesper Lindström (24) miðjumann Napoli og danska landsliðsins á láni út tímabilið. Samkomulagið mun fela í sér 18,5 milljóna punda kauprétt. (Gianluca Di Marzio)
Ipswich Town er að undirbúa tilboð í Jack Clarke (23) kantmann Sunderland. Tottenham myndi fá stóran hluta eftir að hafa samið um 40% söluákvæði þegar hann var seldur til Sunderland. (The i)
Bologna er í viðræðum við þýska varnarmanninn Mats Hummels (35) sem er frjáls ferða sinna eftir að hafa yfirgefið Borussia Dortmund. Bologna hefur áhuga á að fá hann í stað Riccardo Calafiori (22) sem ætlar að ganga til liðs við Arsenal. (Sky Sport Ítalíu)
Getafe mun fá rúmlega 5 milljónir punda úr 27 milljóna punda sölu enska framherjans Mason Greenwood frá Manchester United til Marseille vegna söluákvæðis sem þeir sömdu um þegar þeir fengu hann lánaðan. (Times)
Skoski framherjinn Oli McBurnie (28) mun ganga til liðs við spænska La Liga félagið Las Palmas á frjálsri sölu eftir að hafa verið leystur frá Sheffield United í sumar. (Fabrizio Romano)
James Tavernier (32) fyrirliði Rangers er í viðræðum við tyrkneska félagið Trabzonspor sem er tilbúið að bjóða eina milljón punda í enska varnarmanninn. Skoska félagið er einnig tilbúið að hlusta á tilboð í Todd Cantwell (26) en fjöldi enskra félaga hafa áhuga á honum. (Sun)
Chelsea vill fá danska markvörðinn Filip Jörgensen (22) sem leikur með Villarreal. (Standard)
Derby County, sem er í Championship, ætlar að fá sænska markvörðinn Jacob Widell Zetterström (26) frá Djurgarden. (Derbyshire Live)
Athugasemdir