Skotlandsmeistarar Celtic unnu Englandsmeistara Manchester City 4-3 í æfingaleik í Bandaríkjunum.
Nicolas Kuhn kom Celtic yfir en Oscar Bobb jafnaði. Þremur mínútum síðar skoraði Kuhn aftur og það var svo Kyogo Furuhashi sem kom Celtic í 3-1 fyrir hálfleik.
City náði að jafna í seinni hálfleik eftir mörk Maximo Perrone og Erling Haaland en það var Luis Palma sem skoraði sigurmark Celtic á 68. mínútu.
Nicolas Kuhn kom Celtic yfir en Oscar Bobb jafnaði. Þremur mínútum síðar skoraði Kuhn aftur og það var svo Kyogo Furuhashi sem kom Celtic í 3-1 fyrir hálfleik.
City náði að jafna í seinni hálfleik eftir mörk Maximo Perrone og Erling Haaland en það var Luis Palma sem skoraði sigurmark Celtic á 68. mínútu.
„Ég sá marga jákvæða hluti og margir ungir leikmenn spiluðu. Við sköpuðum færi en Celtic er með hraða og gæði í sínu liði," sagði Pep Guardiola stjóri City eftir leikinn.
Guardiola var spurður út í stöðu markvarðarins Ederson.
„Ég vil halda honum en þetta veltur á öðru. Ég veit ekki hver staðan er," svaraði Guardiola en brasilíski markvörðurinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu. Hann kom inn sem varamaður í hálfleik gegn Celtic.
Hér má sjá svipmyndir úr leiknum:
Athugasemdir