Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
   mán 25. apríl 2022 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Eigum bara að vera búnir að setja tvö, þrjú mörk á þá
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einstefna gjörsamlega í fyrri hálfleik og við eigum bara að vera búnir að setja tvö þrjú mörk á þá ef allt er eðlilegt. En svo fór ekki og þér er refsað ef þú nýtir ekki færin þín gegn sterkum liðum eins og Breiðablik.“ Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR um leik KR gegn Breiðablik í kvöld þar sem KR þurfti að sætta sig við 1-0 tap.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

Leikurinn var hinn besta skemmtun þó aðeins eitt mark hafi verið skorað. Talsverður hiti var á vellinum sem og í stúkunni og menn tókust aðeins á.

„Maður vill spila á móti þeim bestu og Blikar eru í hópi bestu liðana og það er alltaf skemmtilegt að mæta þeim. En í dag getum við bara sjálfum okkur um kennt að hafa ekki tekið þrjú stig.“

KR skapaði sér nokkur álitleg marktækifæri í fyrri hálfeik en lítið var að frétta fram á við hjá þeim þegar kom að þeim síðari. Hver var munurinn þar á?

„Bara eins og þú sást ég held að það hafi voðalega lítið af færum skapast í seinni hálfleik. Bæði lið voru orðin þreytt, völlurinn er mjög þungur og við lendum undir á móti liði sem eru mjög flinkir að halda boltanum. Við áttum bara mjög erfitt með að stíga upp almennilega í pressuna vegna þreyttra leggja og þá verður þetta aðeins auðvelt fyrir þá að verjast okkur.“

Sagði Theodór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir