Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Topplið deildarinnar slegið út á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það fóru þrír leikir fram í ítalska bikarnum í dag og litu óvænt úrslit dagsins ljós á tveimur stöðum.

Annars vegar voru liðsfélagar Þóris Jóhanns Helgasonar í Lecce slegnir út af liði sem leikur í deild fyrir neðan og hins vegar tapaði topplið Serie A deildarinnar óvænt heimaleik gegn Empoli.

Sassuolo hafði betur gegn Lecce á meðan Cagliari lagði Cremonese að velli í eina leiknum sem fór eins og fótboltasérfræðingar höfðu spáð.

Gianluca Lapadula gerði eina mark leiksins í sigri Cagliari áður en Empoli heimsótti Torino og skóp frábæran sigur.

Fyrri hálfleikurinn var jafn þar sem Empoli tók forystuna og leiddi 0-1 í leikhlé, en heimamenn gerðu ýmsar breytingar í síðari hálfleik og voru talsvert sterkari aðilinn.

Che Adams, fyrrum leikmaður Southampton, var í byrjunarliðinu og skoraði jöfnunarmark Torino á 74. mínútu eftir undirbúning frá ítalska landsliðsmanninum Samuele Ricci.

Torino leitaði að sigurmarkinu á lokakafla leiksins en fann ekki. Þess í stað tókst Svisslendingnum Nicolas Haas, sem lagði fyrsta mark leiksins upp, að stela sigrinum fyrir Empoli á lokamínútunum.

Haas skoraði með fyrstu marktilraun Empoli sem hæfði rammann í seinni hálfleik, en liðið átti í heildina aðeins tvær marktilraunir sem fóru á rammann í leiknum - gegn fimm hjá Torino.

16-liða úrslit:
AC Milan - Sassuolo
Juventus - Cagliari
Fiorentina - Empoli
Bologna - Monza/Brescia
Atalanta - Cesena/Pisa
Roma - Genoa/Sampdoria
Lazio - Napoli/Palermo
Inter - Udinese/Salernitana

Lecce 0 - 2 Sassuolo
0-1 Tarik Muharemovic ('13 )
0-2 Luca D'Andrea ('79 )

Cagliari 1 - 0 Cremonese
1-0 Gianluca Lapadula ('60 )

Torino 1 - 2 Empoli
0-1 Emmanuel Ekong ('30 )
1-1 Che Adams ('74 )
1-2 Nicolas Haas ('90 )
Athugasemdir
banner
banner