Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd
Powerade
Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic.
Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Er Howe framtíðarstjóri Manchester United?
Er Howe framtíðarstjóri Manchester United?
Mynd: Getty Images
Benjamin Sesko er enn á blaði Man Utd.
Benjamin Sesko er enn á blaði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Gróa á Leiti tekur sér aldrei frí og hér er samantekt á slúðrinu úr ensku götublöðunum og víðar. BBC tók saman.

Arsenal ætlar að reyna að kaupa serbneska framherjann Dusan Vlahovic (24) frá Juventus næsta sumar. (Teamtalk)

Real Madrid hefur áhuga á William Saliba (23) en Arsenal hefur engan áhuga á að selja franska varnarmanninn. (FootballTransfers)

Manchester United fylgist náið með stöðu stjórans Eddie Howe hjá Newcastle en talin er óvissa um framtíð hans. (Football Insider)

Íþróttastjóri Barcelona, Deco, er að skoða hugsanleg kaup á kólumbíska framherjanum Jhon Duran (20) hjá Aston Villa. (El Nacional)

Brentford og Fulham hafa áhuga á að fá enska framherjann Callum Wilson (32) frá Newcastle í janúar. (Sun)

Eftir meiðsli Rodri er Manchester City að leita að varnarsinnuðum miðjumanni og hefur sett saman fjögurra manna lista. Martin Zubimendi (25) hjá Real Sociedad, Nicolo Barella (27) hjá Inter, Ederson (25) hjá Atalanta og Adam Wharton (20) hjá Crystal Palace eru á honum. (Teamtalk)

Liverpool horfir til Marc Guehi (24), miðvarðar Crystal Palace og enska landsliðsins, sem framtíðararftaka hollenska varnarmannsins Virgil van Dijk (33). (Football Insider)

Manchester United íhugaði að fá enska framherjann Ivan Toney (28) í sumar áður en hann fór frá Brentford til Al-Ahli. En hann passaði ekki við þann prófíl sem stjórinn Erik ten Hag óskaði eftir. (ESPN)

United hefur enn áhuga á að fá slóvenska framherjann Benjamin Sesko (21) frá RB Leipzig. (GiveMeSport)

Paris St-Germain hefur dregið úr áhuga sínum á þýska miðjumanninum Joshua Kimmich (29) hjá Bayern München. Það eykur möguleika Liverpool og fleiri félaga. (CaughtOffside)

Verðandi eigandi Everton, Dan Friedkin, mun taka ákvörðun um framtíð stjórans Sean Dyche fljótlega eftir að hann tekur yfir félagið. (Mirror)

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er reiðubúinn að hafna tilboðum og bíða eftir Manchester United, ef Erik ten Hag mun eiga á hættu að vera rekinn. (GiveMeSport)

Wojciech Szczesny (34), fyrrum markvörður Arsenal og Póllands, er tilbúinn að taka hanskana fram að nýju ef Barcelona vill fá sig eftir meðsli Marc-Andre ter Stegen. Szczesny yfirgaf Juventus í sumar. (Diario Sport)

Franski miðjumaðurinn Enzo Zidane (29), sonur Zinedine Zidane, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið án félags síðan hann yfirgaf Fuenlabrada árið 2023. (AS)

Úkraínski kantmaðurinn Mykhailo Mudryk (23) færist nær því að yfirgefa Chelsea í janúar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner