Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Jens Lehmann tekinn fyrir ölvunarakstur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, var tekinn fyrir ölvunarakstur í Þýskalandi. BILD greinir frá.

Lehmann er 54 ára gamall og vann það sér helst til frægðar að verja mark Arsenal tímabilið 2003-04 þegar liðið fór í gegnum heilt úrvalsdeildartímabil án þess að tapa leik.

Eftir farsælan feril sem atvinnumaður í fótbolta hefur Lehmann meðal annars starfað sem markmannsþjálfari hjá Arsenal, aðstoðarþjálfari hjá Augsburg og stjórnarmeðlimur hjá Hertha Berlin - auk þess að starfa sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi.

The Sun greinir frá því að Lehmann var stöðvaður ölvaður við stýrið klæddur í týpískan Oktoberfest búning á heimleið frá skemmtun.

Þegar Lehmann var stöðvaður tókst ekki að láta hann blása í áfengismæli og því var farið með hann á lögreglustöð til að gangast undir blóðprufu.

Lehmann getur búist við því að missa bílprófið eftir þetta atvik, en hann var stöðvaður innanbæjar í München

Lehmann neitaði að tjá sig um málið þegar BILD náði sambandi við hann.
Athugasemdir
banner
banner