Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá efsti í veðbönkum fær líklega ekki starfið - Nafn Freys hvergi
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes var orðinn efstur hjá veðbönkum í gær í tengslum við stjórastarfið hjá Cardiff í ensku Championship-deildinni.

Samkvæmt staðarmiðlinum Wales Online er hins vegar ekki verið að íhuga að ráða hann í starfið.

Hughes hefur verið án félags eftir að hann var rekinn frá Bradford í ensku D-deildinni í október síðastliðnum. Þar áður stýrði hann Manchester City, Fulham, Stoke City og Southampton.

Hughes, sem er sextugur, er frá Wales og hefur áður verið orðaður við Cardiff en það að hann sé líklegastur á þessum tímapunkti kemur á óvart þar sem hlutabréfin í honum hafa líklega aldrei verið eins lág.

En samkvæmt heimildarmönnum Wales Online er Hughes ekki inn í myndinni og því spurning hvernig hann er efstur hjá veðbönkum.

Eins og flestir vita, þá hefur Freyr Alexandersson verið sterklega orðaður við starfið en fram kom í yfirlýsingu frá Kortrijk, félagi hans í Belgíu, í gær að hann yrði áfram þar. Nafn Freys sést ekki lengur hjá veðbönkum í tengslum við þetta starf út af yfirlýsingunni í gær.
Athugasemdir
banner
banner