Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romero í bann hjá Boca - „Ég missti mig bara"
Sergio Romero og Edinson Cavani.
Sergio Romero og Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Sergio Romero hefur verið settur í bann af félagi sínu, Boca Juniors í Argentínu. Hann verður ekki hluti af leikmannahópnum næstu tvo leiki.

Eftir tap gegn erkifjendunum í River Plate fór Romero upp að stuðningsmönnum sem höfðu verið að tala illa um hann. Markvörðurinn var bálreiður og ógnandi, en hann var togaður í burt af liðsfélögum sínum.

Í yfirlýsingu frá Boca Juniors segir að félagið þurfi að vera ein fjölskylda og þess vegna verði Romero upp í stúku næstu tvo leiki. Félagið segist líka hafa fundið stuðningsmennina sem eigi í hlut og gripið verið til aðgerða gegn þeim.

Romero, sem er 37 ára, fær líka sekt frá Boca en hann hefur beðist afsökunar.

„Ég vil biðjast afsökunar. Þegar gæinn var að blóta mér, þá missti ég hausinn. Við vildum vinna eins mikið og stuðningsmennirnir vildu. Ég gat ekki hugsað, ég missti mig bara," sagði Romero sem var varamarkvörður Manchester United í nokkur ár áður en hann sneri aftur heim til Boca.


Athugasemdir
banner
banner
banner