Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 25. september 2024 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ástæðan fyrir því að Man Utd sótti ekki Toney
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Ivan Toney ákvað að yfirgefa Brentford í sumar og gekk hann í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Hann var meðal annars orðaður við Manchester United áður en hann fór til Sádi-Arabíu.

ESPN hefur núna sagt frá ástæðunni af hverju Man Utd kaus að kaupa Toney ekki frá Brentford. Man Utd íhugaði hann fyrst en hann komst ekki á lokalista hjá félaginu.

Toney var ekki sá prófíll af sóknarmanni sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vildi fá. Að mati hollenska stjórans, þá pressar Toney varnarmenn ekki af nægilega miklum krafti.

United ákvað frekar að kaupa hollenska sóknarmanninn Joshua Zirkzee frá Bologna.

Toney er á ofurlaunum í Sádi-Arabíu og er hann byrjaður að skora þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner