Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Geta fengið mynd af sér með bikarnum
Stuðningsmenn KA geta myndað sig með bikarnum í dag.
Stuðningsmenn KA geta myndað sig með bikarnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA leikur í dag heimaleik gegn HK í Bestu deild karla en flautað verður til leiks á Greifavellinum klukkan 16:15.

Gleðin er allsráðandi í KA-hluta Akureyrar eftir að liðið vann Víking 2-0 í úrslitaleik Mjólkurbikarsins síðasta laugardag.

Það má búast við góðri mætingu á leikinn á Akureyri í dag þar sem stuðningsmenn fá tækifæri til að hylla nýkrýnda bikarmeistara.

Þá verður hægt að fá mynd af sér með bikarnum fyrir leik og í hálfleik.

„Hvetjum ykkur eindregið til að nýta tækifærið enda eigum við öll hlut í þessum stórkostlega áfanga!" segir í færslu KA á samfélagsmiðlum.

KA siglir lygnan sjó í neðri hluta Bestu deildarinnar og ekki hægt að segja að leikirnir framundan skipti miklu máli fyrir liðið. Með bikarsigrinum fylgdi að sjálfsögðu Evrópusæti og úrslitin gjörbreyttu tímabili liðsins.

HK er hinsvegar að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og er hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner