Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son segist elska Bentancur - „Var gráti næst"
Son og Bentancur.
Son og Bentancur.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min segir að Rodrigo Bentancur hafi verið gráti næst þegar hann bað sig afsökunar út af ummælum sem hann lét falla í sumar.

Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."

Bentancur baðst afsökunar opinberlega og bað hann einnig Son afsökunar persónulega. Son samþykkti afsökunarbeiðnina en málið er núna í ferli hjá enska fótboltasambandinu og gæti Bentancur fengið bann vegna þess.

Son hefur núna tjáð sig um málið. „Þetta er í ferli og ég get því ekki sagt mikið. En ég elska Rodrigo, ég elska hann."

„Við eigum margar góðar minningar saman. Hann baðst strax afsökunar. Hann sendi mér strax löng skilaboð og ég fann að þau komu beint frá hjartanu. Svo þegar við byrjuðum að æfa aftur, þá bað hann mig afsökunar og var gráti næst. Ég fann að hann var mjög leiður."

„Við erum manneskjur og gerum mistök, en við lærum af þeim," segir Son og bætti við: „Hann veit að hann gerði mistök. Við höldum áfram sem liðsfélagar, sem vinir og sem bræður."
Athugasemdir
banner