Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmaður framlengir við Víking
Davíð Helgi og Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Davíð Helgi og Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Víkingur tilkynnti í dag að samkomulag hefði náðst við Davíð Helga Aronsson um framlengingu á samningi. Davíð Helgi er nú samningsbundinn út tímabilið 2028. Fyrri samningur hans við Víking átti að renna út í lok næsta árs.

Hann er unglingalandsliðsmaður, fæddur árið 2007 og á alls fimm leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

„Davíð er uppalinn í Svíþjóð og flutti til landsins fyrir 2 árum. Hann er örvfættur miðvörður og er á yngsta ári í 2. flokki en við hann eru bundnar miklar vonir.

„Davíð hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom í Hamingjuna og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni gegn KR nýlega,"
segir í frétt Víkings.

Leikurinn gegn KR fyrr í þessum mánuði var fyrsti KSÍ leikur Davíðs með meistaraflokki Víkings.
Athugasemdir
banner
banner