Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 08:29
Ívan Guðjón Baldursson
Varane leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Franski varnarmaðurinn Raphaël Varane hefur óvænt lagt fótboltaskóna á hilluna eftir enn ein meiðslin sem hann verður fyrir á ferlinum. Hann er 31 árs.

Varane samdi við ítalska félagið Como á frjálsri sölu í sumar en meiddist eftir 23 mínútur af fótbolta með sínu nýja félagi, í leik gegn Sampdoria.

Varane gerði garðinn frægan með Real Madrid og franska landsliðinu, þar sem hann vann urmul titla.

Hann skipti yfir til Manchester United fyrir þremur árum og náði að spila um 30 leiki á tímabili á dvöl sinni hjá félaginu vegna sífelldra meiðslavandræða, eftir að hafa verið að spila 40 leiki á tímabili hjá Real Madrid.

Varane mun þó ekki yfirgefa Como heldur fara í starf bak við tjöldin. Í færslu á Instgram þakkar hann öllum fyrir samfylgdina í gegnum ferilinn í íþróttinni sem við elskum öll. Allt gott taki enda að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner