Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mbappé skoraði í sigri gegn þrautseigum andstæðingum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Real Madrid 3 - 2 Alaves
1-0 Lucas Vazquez ('1)
2-0 Kylian Mbappe ('40)
3-0 Rodrygo Goes ('48)
3-1 Carlos Benavidez ('85)
3-2 Kike Garcia ('86)

Kylian Mbappé var í byrjunarliði Real Madrid og skoraði hann annað mark leiksins í sigri gegn Alavés í síðasta leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans.

Lucas Vázquez gerði fyrsta mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Vinicius Junior og tvöfaldaði Mbappé forystuna á 40. mínútu eftir glæsilegt samspil við Jude Bellingham.

Brasilíski sóknarleikmaðurinn fjölhæfi Rodrygo Goes setti þriðja mark heimamanna snemma í síðari hálfleik og bjuggust stuðningsmenn Real við að þessi viðureign væri svo gott sem búin, en það var hún ekki.

Gestirnir í liði Alavés hættu aldrei að berjast og náðu að minnka muninn niður í eitt mark með tveimur mörkum á lokakaflanum, en tókst ekki að skora það þriðja. Carlos Benavidez skoraði fyrra markið og lagði það seinna upp en lokatölur urðu 3-2 fyrir heimamenn.

Þetta eru dýrmæt stig fyrir Real Madrid sem er með 17 stig eftir 7 umferðir, einu stigi á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða.

Alavés er um miðja deild með 10 stig, en sigur í kvöld hefði komið liðinu alla leið upp við hlið Athletic Bilbao í þriðja sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner