Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sá yngsti sem Guardiola hefur sett í byrjunarlið City
Kaden Braithwaite tekur innkast.
Kaden Braithwaite tekur innkast.
Mynd: Getty Images
Kaden Braithwaite var í byrjunarliði Manchester City í 2-1 sigrinum gegn Watford í deildabikarnum gær, hann varð 16 ára og 183 daga gamall yngsti leikmaður sem Pep Guardiola hefur sett í byrjunarliðið síðan hann tók við City.

Þá varð Braithwaite þriðji yngsti leikmaður í sögu City. Varnarmaðurinn ungi lék sem miðvörður í 76 mínútur áður en Josko Gvardiol leysti hann af hólmi.

„Þetta var draumur sem rættist, ég hef hugsað um þessa stund allt líf mitt. Fjölskylda mín var mætt í stúkuna til að styðja mig," sagði Braithwaite eftir leik.

Frumraun Braithwaite lukkaðist vel, hann snerti boltann alls 77 sinnum og kláraði 62 af 65 sendingum. Það gerir sendingahlutfall upp á 95% og það næst hæsta í liði City.

Braithwaite er bráðþroska líkamlega og getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner