Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta lagði upp í sigri - Davíð Snær skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkrir Íslendingar sem stigu á svið í leikjum víðsvegar um Evrópu í dag.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah í armensku úrvalsdeildinni og lagði hann upp fyrra markið í 2-0 sigri. Noah er í fimmta sæti eftir sigurinn, með 10 stig eftir 5 umferðir.

Davíð Snær Jóhannsson var þá í byrjunarliðinu hjá Ålesund sem tapaði 4-1 á útivelli gegn Vålerenga í efstu deild norska boltans. Davíð Snær skoraði eina mark Álasunds í leiknum og er liðið áfram í fallbaráttu, með 25 stig eftir 24 umferðir. Þetta er þriðja markið sem Davíð Snær skorar í 24 deildarleikjum.

Í næstefstu deild sænska boltans varði Adam Ingi Benediktsson mark Östersund og hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Gefle. Östersund er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar sex umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Í pólska bikarnum kom Davíð Kristján Ólafsson inn af bekknum er Cracovia datt afar óvænt úr leik.

Cracovia tapaði á útivelli gegn Sandecja Nowy Sacz, sem leikur í fjórðu efstu deild í Póllandi. Staðan var 1-0 þegar Davíð var skipt inn og tókst gestunum frá Kraká að snúa stöðunni við á lokakaflanum, þeir komust í 1-2 forystu en enduðu á að tapa leiknum í framlengingu.

Þetta er mikill skellur fyrir Cracovia sem situr í öðru sæti í efstu deild pólska boltans sem stendur.

Að lokum var Lecce slegið úr leik í ítalska bikarnum. Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður í liði Lecce, sem tapaði óvænt á heimavelli gegn Sassuolo.
Athugasemdir
banner
banner