Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 15:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KA og HK: Sautján ára og byrjar sinn fyrsta leik
Mikael Breki Þórðarson
Mikael Breki Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA og HK eigast við í neðri hlutanum á Akureyri í dag. KA varð bikarmeistari um helgina með sigri á Víkingum en HK spilaði síðast gegn Breiðabliki fyrir tíu dögum en sá leikur tapaðist 5-3.

Lestu um leikinn: KA 3 -  3 HK

Kári Gautason, Harley Willard, Ásgeir Sigurgeirsson, Dagur Ingi Valsson og Mikael Breki Þórðarsson koma inn í liðð fyrir Rodri, Hrannar Björn Steingrímsson, Viðar Örn Kjartansson, Jakob Snæ Árnason og Bjarna Aðalsteinsson. Rodri, Viðar og Bjarni eru á bekknum.

Hinn sautján ára gamli Mikael Breki er fæddur árið 2007 og byrjar sinn fyrsta leik fyrir KA.

Birkir Valur Jónsson, Birnir Breki Burknason og Dagur Örn Fjelsted koma inn í lið HK fyrir Kristján Snæ Frostason, Brynjar Snæ Pálsson og Atla Arnarson.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
21. Mikael Breki Þórðarson
25. Dagur Ingi Valsson
28. Hans Viktor Guðmundsson

Byrjunarlið HK:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted
30. Atli Þór Jónasson
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner