Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Pep staðfestir alvarleg meiðsli Rodri: Þarf aðgerð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola svaraði spurningum eftir 2-1 sigur Manchester City gegn Watford í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Hann staðfesti á fréttamannafundi eftir leik að meiðslin sem spænski miðjumaðurinn Rodri hlaut gegn Arsenal séu mjög alvarleg.

„Við erum ekki ennþá nákvæmlega vissir um hversu alvarleg þessi meiðsli eru, en það er ljóst að þau eru alvarleg. Við vitum að hann þarf að fara í aðgerð og að hann verður frá keppni í langan tíma. Við vitum ekki hvers konar aðgerð hann þarf, en við vitum að hann þarf aðgerð," sagði Guardiola.

„Rodri er ómissandi leikmaður og við munum vera án besta miðjumanns í heimi í marga mánuði. Ég hef mikla trú á leikmannahópinum mínum og veit að við munum samt eiga frábært tímabil. Þetta er slæmt högg fyrir okkur en við erum með frábæra leikmenn sem geta fyllt í skarðið."

Það er aðeins vika liðin síðan Rodri kvartaði síðast undan miklu leikjaálagi en þessi öflugi miðjumaður spilaði 50 leiki fyrir Man City og 13 fyrir spænska landsliðið á síðustu leiktíð.

   23.09.2024 16:36
Rodri sagður með slitið krossband - Tímabilið líklega búið

Athugasemdir
banner
banner
banner