Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar tilbúinn að taka hanskana af hillunni fyrir Barcelona
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny.
Mynd: Getty Images
Það virðist vera hart barist um það hver komi inn hjá Barcelona eftir að Marc-Andre ter Stegen meiddist illa á hné um liðna helgi. Þýski markvörðurinn verður mögulega frá allt tímabilið.

Inaki Pena fékk traustið þegar Ter Stegen meiddist á síðasta tímabili og hann kom inn af bekknum á sunnudag.

Möguleiki er þó að Börsungar bæti við sig markverði til öryggis, en félagið getur fengið inn markvörð sem er án félags.

Í gær var sagt frá því að Keylor Navas og Claudio Bravo hefðu báðir áhuga á að ganga í raðir Katalóníustórveldisins. Bravo er hættur en er tilbúinn að byrja aftur fyrir Barcelona. Núna hefur annar markvörður bæst í hópinn.

Wojciech Szczesny er sagður áhugasamur um að ganga í raðir Börsunga. Hann lagði hanskana á hilluna í sumar en er tilbúinnn að taka þá fram aftur, rétt eins og Bravo.

Szczesny, sem á 84 landsleiki fyrir Pólland, lék með Juventus frá 2018.
Athugasemdir
banner
banner