Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Erla, Hildur og Berglind framlengja við FH
Mynd: FH
Kvennadeild FH var að semja við þrjá leikmenn þar sem tvær bráðefnilegar eru búnar að gera þriggja ára samninga við félagið.

Hildur Katrín Snorradóttir, fædd 2008, er önnur þeirra en hún skoraði 13 mörk í 12 leikjum með ÍH í 2. deildinni í sumar auk þess að koma við sögu í fimm leikjum með FH í Bestu deildinni.

Hildur á í heildina sjö deildarleiki að baki með FH og hefur hún skorað í þeim eitt mark. Hún á 8 leiki að baki fyrir U15 og U16 landslið Íslands og þykir gríðarlega mikið efni.

Hin er Berglind Freyja Hlynsdóttir, fædd 2007, sem á 17 deildarleiki að baki fyrir meistaraflokk FH. Hún er gríðarlega öflug og á 9 mörk í 13 landsleikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Erla Sól Vigfúsdóttir, fædd 2003, er þá búin að gera tveggja ára samning við FH. Erla ólst upp hjá Haukum en skipti yfir til FH í fyrra og hefur spilað 35 KSÍ leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner