Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þögull um áhuga á Barcelona en er sagður fyrsti kostur
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny er fyrsti kostur Barcelona í markvarðarleit félagsins. Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Marc-Andre ter Stegen, aðalmarkvörður Barcelona, meiddist illa á hné um liðna helgi. Þýski markvörðurinn verður mögulega frá allt tímabilið.

Inaki Pena fékk traustið þegar Ter Stegen meiddist á síðasta tímabili og hann kom inn af bekknum á sunnudag.

Það er þó líklegt að Barcelona bæti við sig markverði til öryggis, en félagið getur fengið inn markvörð sem er án félags.

Claudio Bravo og Keylor Navas hafa einnig verið orðaðir við Barcelona, en Szczesny er sagður efstur á lista félagsins. Mundo Deportivo náði tali af Szczesny en hann vildi lítið tjá sig um málið.

„Marc er góður vinur minn og ég vona að hann jafni sig fljótt. Það er það eina sem ég get sagt," sagði pólski markvörðurinn sem lagði hanskana á hilluna í sumar. Hann er þó víst tilbúinn að taka þá fram fyrir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner