Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur þarf sigur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og eru þeir báðir í Bestu deild karla.

Nýkrýndir bikarmeistarar KA taka á móti HK í fyrri leik dagsins í neðri hluta deildarinnar í leik sem gæti reynst afar mikilvægur fyrir HK.

KA er í góðri stöðu í neðri hlutanum, átta stigum frá fallsæti, en HK er aðeins einu stigi frá fallsæti og þarf því helst sigur í dag.

Í kvöld eiga Íslandsmeistarar Víkings R. svo heimaleik gegn FH í efri hlutanum. Víkingar eru í harðri titilbaráttu við Breiðablik og þurfa sigur til að jafna Blikana á stigum á toppi deildarinnar.

Víkingur er með betri markatölu og tekur því toppsætið með sigri. Það eru fjórar umferðir eftir af deildartímabilinu og eigast Víkingur og Breiðablik við í lokaumferðinni.

FH er í sjötta sæti sem stendur en getur vippað sér upp í fjórða sætið með sigri og sett pressu á Val í baráttunni um síðasta Evrópusætið.

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:15 KA-HK (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 16 4 3 55 - 28 +27 52
2.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
3.    Valur 23 11 6 6 55 - 35 +20 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner