Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal og Liverpool eiga heimaleiki
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld, þar sem stórliðin Arsenal og Liverpool eiga heimaleiki.

Arsenal tekur á móti liðsfélögum Jóns Daða Böðvarssonar í Bolton Wanderers, sem leika í League One eða þriðju efstu deild enska boltans, á meðan Liverpool fær West Ham í heimsókn í úrvalsdeildarslag.

Búist er við þægilegum sigri hjá Arsenal en það ríkir meiri eftirvænting fyrir úrvalsdeildarslaginum á Anfield.

Manchester City, Manchester United, Tottenham, Chelsea, Aston Villa, Brighton, Leicester, Brentford, Sheffield Wednesday, Preston, Southampton, Crystal Palace og Stoke eru þegar búin að tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitunum.

Leikir kvöldsins:
18:45 Arsenal - Bolton
19:00 Liverpool - West Ham
Athugasemdir
banner
banner
banner