Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudelidin í dag - Man Utd mætir til leiks
Leikir á dagskrá hjá nokkrum Íslendingaliðum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Deildakeppni Evrópudeildarinnar fer af stað í dag þegar AZ Alkmaar og Bodö/Glimt eiga heimaleiki gegn Elfsborg og FC Porto.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson eru á mála hjá Elfsborg en þeir eru ekki einu Íslendingarnir sem gætu komið við sögu í dag.

Búast má við að Elías Rafn Ólafsson verji mark Midtjylland gegn þýska félaginu Hoffenheim og þá gæti Orri Steinn Óskarsson komið við sögu með Real Sociedad sem heimsækir OGC Nice til Frakklands.

Manchester United tekur á móti FC Twente frá Hollandi á meðan Dynamo Kyiv spilar við Lazio og tyrkneska stórveldið Galatasaray fær PAOK í heimsókn.

Leikir dagsins:
16:45 AZ - Elfsborg
16:45 Bodo-Glimt - Porto
19:00 Dynamo K. - Lazio
19:00 Midtjylland - Hoffenheim
19:00 Galatasaray - PAOK
19:00 Ludogorets - Slavia Prag
19:00 Man Utd - Twente
19:00 Nice - Real Sociedad
19:00 Anderlecht - Ferencvaros
Athugasemdir
banner
banner
banner