Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvissa með meiðsli Hauks og Rúnars
Rúnar Már.
Rúnar Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri.
Haukur Andri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Haukur Andri Haraldsson, leikmenn ÍA, fóru báðir meiddir af velli gegn Breiðabliki á mánudagskvöld.

Óvíst er hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir við Fótbolta.net að Rúnar sé á leið í myndatöku vegna nárameiðsla og Haukur sé með bólginn ökkla eftir tæklingu í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 ÍA

„Þeir verða ekki með á æfingu í dag, svo sjáum við hvernig Haukur verður þegar bólgann hjaðnar. Það verður metið dag frá degi. Við sjáum svo hvað kemur út úr myndatökunni hjá Rúnari," segir Jón Þór.

Í síðasta leik var ÍA með Guðfinn Þór Leósson, Marko Vardic og Arnór Smárason á bekknum. Allt eru það miðjumenn sem gætu leyst þá Rúnar og Hauk af hólmi.

„Guðfinnur hefur stigið virkilega vel inn í þau verkefni sem hann hefur fengið í sumar, staðið sig virkilega vel þegar hann hefur komið inn í liðið."

„Við erum með stóran og öflugan hóp og leysum þau skakkaföll sem við verðum fyrir. Við höfum gert það gríðarlega vel í sumar. Við höfum lent í nokkrum skakkaföllum í sumar varðandi meiðsli, en ég hef verið mjög ánægður með hópinn því við höfum náð að leysa þau meiðslavandræði sem við höfum orðið fyrir. Ég á ekki von á öðru en að það sama verði upp á teningnum áfram."


ÍA á fjóra leiki eftir af tímabilinu og fer næsti leikur fram í Garðabæn á mánudagskvöld þar sem Stjarnan tekur á móti Skagamönnum. ÍA er í 5. sæti með 34 stig, fimm stigum frá Val í 3. sætinu sem er síðasta Evrópusætið.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 16 4 3 55 - 28 +27 52
2.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
3.    Valur 23 11 6 6 55 - 35 +20 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner