Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 10:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Hearts er í stjóraleit
Naismith var á sínum tíma leikmaður Everton.
Naismith var á sínum tíma leikmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Mun Arnar fá símtalið?
Mun Arnar fá símtalið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framkvæmdastjóri Hearts, Andrew McKinlay, tjáði sig í dag um þá ákvörðun að láta stjórann Steven Naismith fara eftir tapið gegn St Mirren um helgina. Hearts er í botnsæti skosku deildarinnar og er Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á meðal þeirra sem orðaðir eru við starfið hjá Hearts. Arnar var á mánudag þriðji líklegasti aðilinn til að taka við samkvæmt veðbönkum.

Tapið var áttunda tap Hearts í röð og taldi McKinlay það eina rétta í stöðuna að láta Naismith fara, þó að hann hefði fengið nýjan samning í sumar.

Liam Fox stýrir nú Hearts til bráðabirgða en ráðamenn eru ekki að horfa í möguleikann á því að ráða hann til frambúðar að svo stöddu.

„Ég nálgaðist leikina gegn St Mirren og Ross Couty þannig að við þyrftum fjögur stig og fengjum vonandi sex. Hafandi sagt það, þá hefði ég séð þetta á annan hátt ef frammistaðan í seinni hálfleik hefði verið það góð að við hefðum verið óheppnir að fá ekkert úr leiknum, en þannig var það ekki. Þetta var mjög flatur seinni hálfleikur og því var ég ekki í neinum vafa um að við þyrftum að breyta til," sagði McKinlay við BBC.

„Við erum með okkar eigin lista og erum einnig að vinna með greiningarfyrirtæki," sagði McKinlay um leitina að næsta stjóra liðsins. Greiningarfyrirtækið, Jamestown Analytics, er í eigu Tony Bloom sem er eigandi enska félagsins Brighton.

Hearts er með eitt stig eftir sex umferðir í skosku deildinni. Liðið tapaði í umspilinu um sæti í Evrópudeildinni og mun taka þátt í Sambandsdeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner