Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny til Barcelona - „Here we go!"
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn fræga á félagaskipti Wojciech Szczesny til FC Barcelona á frjálsri sölu.

Pólski markvörðurinn lagði markmannshanskana á hilluna í sumar en tekur þá niður til að spila fyrir Barcelona.

Hann er fenginn til Barca til að fylla í skarðið sem Marc-André ter Stegen skilur eftir, en Þjóðverjinn meiddist illa í stórsigri gegn Villarreal um helgina og verður frá næstu mánuði.

Szczesny er 34 ára gamall og lék síðustu sjö ár ferilsins með Juventus á Ítalíu eftir að hafa varið markið hjá Arsenal, Brentford og Roma á ferlinum, auk pólska landsliðsins.

Szczesny gengst undir læknisskoðun á næstu dögum og verður tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á samningi sem gildir út tímabilið. Hann mun berjast við Inaki Pena um sæti í byrjunarliðinu.

Barca hefur farið gríðarlega vel af stað undir stjórn Hansi Flick og er með fullt hús stiga eftir sex fyrstu umferðirnar í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner