Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kynna áform um að stækka Elland Road
Mynd: Getty Images
Fótboltafélagið Leeds United hefur kynnt áform um að stækka heimavöll sinn svo hann taki 53 þúsund áhorfendur.

Elland Road tekur í dag 37,645 áhorfendur en uppselt hefur verið á alla heimaleiki Leeds síðustu sex ár. Þá er 26 þúsund stuðningsmenn á biðlista eftir ársmiðum.

Paraag Marathe, formaður Leeds og forseti eigendahópsins 49ers Enterprises, segir að Elland Road sé mjög mikilvægur samfélaginu í borginni og fyrir stuðningsmenn. Kominn sé tími á að hann fái andlitslyftingu.

Markmiðið sé að fjölga stuðningsmönnum á leikjum en viðhalda andrúmslofti vallarins.

Leeds er í sjötta sæti Championship-deildarinnar að loknum sex umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner