Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dýrmætur sigur fyrir Sevilla - Jafnt í Valencia
Mynd: EPA
Sevilla tók á móti Real Valladolid í fyrsta leik dagsins í efstu deild spænska boltans.

Sevilla byrjaði nýtt deildartímabil illa og var aðeins komið með 5 stig eftir 6 fyrstu umferðirnar. Þetta fyrrum stórveldi þurfti því sigur gegn Valladolid í dag.

Sevilla var sterkari aðilinn á heimavelli og verðskuldaði að lokum 2-1 sigur sem var þó naumur, þar sem Chidera Ejuke kom inn af bekknum í seinni hálfleik, til að leysa fyrirliðann þaulreynda Jesús Navas af hólmi, og skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Svipaða sögu er hægt að segja um Valencia, þar sem þetta fyrrum stórveldi spænska boltans var aðeins komið með 4 stig fyrir leiki dagsins.

Valencia tók á móti Osasuna en mistókst að hafa betur í bragðdaufri viðureign, sem lauk með markalausu jafntefli.

Valencia er með 5 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Sevilla 2 - 1 Valladolid
1-0 David Torres Ortiz ('45 , sjálfsmark)
1-1 Kike Perez ('56 )
2-1 Chidera Ejuke ('85 )
Rautt spjald: Marcao, Sevilla ('90)

Valencia 0 - 0 Osasuna
Athugasemdir
banner