Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Nkunku með þrennu - Man City lagði Watford
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í enska deildabikarnum þar sem Chelsea og Manchester City eru búin að tryggja sig áfram í næstu umferð.

Chelsea tók á móti Barrow, sem leikur í League Two, og vann þægilegan 5-0 sigur þar sem Christopher Nkunku leiddi sóknarlínuna og skoraði þrennu.

Pedro Neto komst einnig á blað og áttu Joao Felix og Mykhailo Mudryk stoðsendingar ásamt Malo Gusto. Joao Felix var þá óheppinn að fá ekki mark skráð á sig þegar aukaspyrna hans fór í stöngina og þaðan í bakið á markverði Barrow og í netið og var markið skráð sem sjálfsmark.

Á sama tíma komust Englandsmeistarar Man City í 2-0 forystu gegn Watford, sem leikur í Championship deildinni, en tókst ekki að bæta þriðja markinu við þrátt fyrir góðar tilraunir.

Leikmenn Watford börðust hetjulega og tókst að minnka muninn á lokakaflanum til að setja spennu í leikinn, en þeir fundu ekki jöfnunarmark og voru að lokum slegnir úr leik af ógnarsterkum andstæðingum.

Jeremy Doku og Matheus Nunes skoruðu mörk Man City, eftir stoðsendingar frá Jack Grealish og Rico Lewis. Tom Ince minnkaði muninn fyrir Watford og urðu lokatölur 2-1.

Viðureign Walsall og Leicester lauk með markalausu jafntefli og er farið í vítaspyrnukeppni. Aston Villa er þá tveimur mörkum yfir gegn Wycombe Wanderers.

Chelsea 5 - 0 Barrow
1-0 Christopher Nkunku ('8 )
2-0 Christopher Nkunku ('15 )
3-0 Paul Farman ('28 , sjálfsmark)
4-0 Pedro Neto ('48 )
5-0 Christopher Nkunku ('75 )

Manchester City 2 - 1 Watford
1-0 Jeremy Doku ('5 )
2-0 Matheus Nunes ('38 )
2-1 Tom Ince ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner