Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vona að meiðsli Mbappé séu smávægileg
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappé var á sínum stað í byrjunarliðinu er Real Madrid vann 3-2 sigur gegn Alavés í efstu deild spænska boltans í gærkvöldi.

Mbappé skoraði annað mark leiksins eftir laglegt samspil við Jude Bellingham og var skipt útaf á 80. mínútu, þegar staðan var 3-0 fyrir heimamenn í Madríd.

Mbappé var skipt af velli því hann fann fyrir smávægilegum óþægindum í nára.

Læknateymi Real Madrid verður með leikmanninn til skoðunar í dag og á morgun til að greina hvað gæti verið að hrjá hann. Allir innan félagsins vonast til að meiðslin séu smávægileg og að hann verði klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Atlético Madrid um næstu helgi.

Komi í ljós að Mbappé er meiddur gæti hann einnig misst af leikjum gegn Lille og Villarreal í byrjun október.
Athugasemdir
banner
banner
banner