Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 16:17
Elvar Geir Magnússon
Axel Ingi sleppur við bann í úrslitaleiknum - Kýldi mótherja
Lengjudeildin
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur.
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur fékk bara eins leiks bann frá aganefnd KSÍ eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍR í umspili Lengjudeildarinnar.

Axel kýldi Bergvin Fannar Helgason leikmann ÍR þegar boltinn var víðsfjarri. Aðstoðardómari á leiknum sá atvikið og þá sást það vel á sjónvarpsupptöku.

Margir bjuggust við því að hann fengi aukaleik ofan á eins leiks bann sem hann fer sjálfkrafa í en svo var ekki. Það þýðir að hann er löglegur á laugardag þegar Keflavík mætir Aftureldingu í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins, um sæti í Bestu deildinni.

Aganefnd KSÍ virðist vera komin með ný viðmið miðað við úrskurði að undanförnu og brot þurfa að vera mun grófari en áður til að fá þyngingu.

„Axel Ingi reiðir hér hreinlega til höggs og slær til Bergvins!. Ótrúlega heimskulegt! Einfaldlega hárrétt hjá teyminu! Galin ákvörðun hjá Axel í unnum leik," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum.

Axel fékk dæmda á sig vítaspyrnu auk þess að fá rautt spjald. Hann var í banni þegar Keflavík mætti ÍR í seinni leiknum en þrátt fyrir tap þá tókst Keflavík samanlagt að komast í úrslitaleikinn. Liðið vann 6-4 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner