Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Nunes til í að vera afleysingamaður í meiðslum Rodri
Matheus Nunes.
Matheus Nunes.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Matheus Nunes viðurkennir að fjarvera Rodri vegna alvarlegra hnémeiðsla sé gríðarlegur skellur fyrir Manchester City en telur að hann geti sjálfur leyst spænska miðjumanninn af.

Rodri er líklega besti varnartengiliður heims og hreinlega einn besti leikmaður heims. Pep Guardiola stjóri City hefur sjálfur sagt að það komi enginn í hans stað.

Rodri hefur ferðas til Spánar til að fara í enn frekari skoðun en mögulegt er að hann spili ekki meira á tímabilinu.

„Við þurfum að fylla í skarðið því hann er mikill missir. Hver sá sem verður inni á vellinum mun hann standa sig vel. Ég hef spilað mest sem tía hérna en ég var líka að sinna varnarhlutverki þegar ég var hjá Sporting Lissabon. Ég er vanur öllum stöðum," segir Nunes.

Nunes kom til City frá Wolves í fyrra og skoraði í bikarsigri gegn Watford í gær. Þar lék hann í nokkuð flæðandi hlutverki og spilaði um tíma sem varnartengiliður.

„Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert sinn sem stjórinn lætur mig spila. Við höfum sýnt að ef einhver leikmaður dettur út þá er annar tilbúinn að stökkva inn og er með gæðin til þess."
Athugasemdir
banner