Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier í vandræðum heima fyrir og er æstur í að fara erlendis
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: EPA
Samkvæmt enska götublaðinu The Sun er Kieran Trippier æstur í því að yfirgefa Newcastle.

Trippier og eiginkona hans, Charlotte, hafa átt í miklum vandræðum með hjónaband sitt og eru þau sögð á barmi skilnaðs. Sun segir frá því að Charlotte sé flutt af fjölskylduheimilinu með börnin þeirra.

Trippier hefur sést með öðrum konum á meðan hann hefur verið giftur.

Núna er hann sagður æstur í því að yfirgefa Newcastle og er hann tilbúinn að spila aftur utan Englands, en hann lék áður með Atletico Madrid á Spáni.

Hinn 34 ára gamli Trippier hefur aðallega verið notaður sem varamaður hjá Newcastle á þessari leiktíð en það er sagt að Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce í Tyrklandi, sé á meðal þeirra sem hafi áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner