Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Regla sem ýtir undir að ungir leikmenn fái tækifæri
Davíð Kristján.
Davíð Kristján.
Mynd: Cracovia
Í pólsku úrvalsdeildinni er regla sem ýtir undir það að lið í deildinni spili ungum leikmönnum. Leikmenn sem eru yngri en 22 ára þurfa að spila alls 3000 mínútur á tímabilinu. Þau félög sem uppfylla ekki þann kvóta fá sekt.

Davið Kristján Ólafsson er leikmaður Cracovia í pólsku úrvalsdeildinni. Hann var keyptur til Póllands frá Kalmar fyrir rúmu hálfu ári síðan.

Undirritaður tók eftir því um helgina að í annað skiptið á tímabilinu byrjaði Davíð á bekknum hjá sínu liði.

Pólski unglingalandsliðsmaðurinn Filip Rozga byrjaði í stöðu Davíðs í síðasta leik og hinn 21 árs Bartosz Biedrzycki byrjaði hinn leikinn þar sem Davíð var á bekknum.

Reglan er sniðug upp á það að gera að það er frekari hvati til þess að spila ungum leikmönnum. Það er hins vegar ekki jafn skemmtilegt að þurfa að vera á bekknum, en það er ekkert sem segir í hvaða stöðu ungu leikmennirnir þurfi að spila.

Sjö sinnum í níu leikjum hefur Davíð byrjað en í hin tvö skiptin hefur hann byrjað á bekknum. Annað skiptið var gegn Niepolomice um liðna helgi. Sá leikur vannst 1-2 á útivelli og kom sigurmark Cracovia eftir að Davíð kom inn á. Það hlýtur að vera hans markmið að gera sig það ómissandi að hann missi ekki stöðuna í byrjunarliðinu á kostnað ungs leikmanns.

Davíð er 29 ára vinstri bakvörður sem hefur skorað eitt mark og lagt upp eitt á þessu tímabili.
Cracovia er sem stendur í 2. sæti pólsku deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Lech Poznan eftir níu umferðir. Cracovia endaði í 13. sæti í 18 liða deild á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner