Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Reyndi að slá Mbappé út af laginu: Ég skil ekki eitt orð
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappé lék allan leikinn og skoraði síðasta markið er Real Madrid lagði Espanyol að velli 4-1 um helgina.

Mbappé skoraði úr vítaspyrnu á 90. mínútu og reyndi markvörður Espanyol að slá kantmanninn út af laginu áður en spyrnan var tekin.

Joan Garcia, 23 ára markvörður Espanyol, labbaði að Mbappé þar sem hann stóð á vítapunktinum og reyndi að hræða hann.

Sú tilraun gekk þó ekki þar sem Mbappé kann afar takmarkaða spænsku. Ein af þeim setningum sem hann getur sagt á tungumálinu er: 'ég skil ekki eitt andskotans orð af því sem þú ert að segja.'

Þetta er nákvæmlega svarið sem hlæjandi Mbappé gaf markverði Espanyol áður en hann gafst upp og rölti aftur á marklínuna.

Fyrr í leiknum fékk Mbappé gult spjald fyrir að sýna dómaranum vanvirðingu. Mbappé var afar hissa þegar dómarinn lyfti spjaldinu á loft þar sem Frakkinn sagði ekki neitt, heldur var gula spjaldið gefið útaf látbragði.

Kylian Mbappé’s reply to Espanyol’s goalkeeper trying to bother him before taking the penalty: “I don’t understand one f**king word of what you’re telling me”
byu/sosephjr insoccer


Mbappé’s argument with the ref in the game against Espanyol: the ref thinks the gesture is a sign of disrespect, Mbappé protests that he didn’t even say anything. The ref later ends the conversation by doing the same gesture that got Mbappé a yellow card initially
byu/sosephjr insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner