Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: 40 breytingar hjá fjórum úrvalsdeildarliðum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara fjórir leikir fram í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í dag þar sem fjögur úrvalsdeildarfélög mæta til leiks.

Englandsmeistarar Manchester City eiga heimaleik gegn Watford, sem leikur í Championship deildinni, og mæta til leiks með varalið þar sem Pep Guardiola gerir níu breytingar frá 2-2 jafntefli gegn Arsenal um helgina.

Jeremy Doku og Kyle Walker eru þeir einu sem halda byrjunarliðssæti sínu á milli leikja. Hinn 16 ára gamli Kaden Braithwaite er yngsti byrjunarliðsmaður leiksins og mun spila ásamt Kyle Walker, John Stones og Rico Lewis í fjögurra manna varnarlínu.

Chelsea tekur þá á móti Barrow sem er í toppbaráttu fjórðu efstu deildar enska boltans, League Two. Enzo Maresca þjálfari Chelsea tekur út allt byrjunarliðið sem vann gegn West Ham um helgina og gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að fá nokkrar mínútur í keppnisleik.

Lærisveinar Unai Emery í sterku liði Aston Villa heimsækja þá Wycombe Wanderers, sem leika í þriðju efstu deild eða League One, á meðan úrvalsdeildarnýliðar Leicester City kíkja til Walsall, sem er í toppbaráttunni í League Two.

Emery og Steve Cooper, þjálfarar Villa og Leicester, gera einnig gríðarlega mikið af breytingum á milli leikja þar sem enska úrvalsdeildin er augljóslega í forgangi framyfir deildabikarinn.

Caleb Okoli er eini leikmaður Leicester sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu frá því um helgina á meðan Amadou Onana er sá eini sem heldur sínu byrjunarliðssæti í liði Aston Villa.

Chelsea: Jorgensen, Gusto, Disasi, Badiashile, Veiga, Casadei, Dewsbury-Hall, Neto, Felix, Mudryk, Nkunku
Varamenn: Bettinelli, Colwill, Chilwell, Acheampong, Chukwuemeka, Fernandez, George, Deivid, Guiu

Man City: Ortega, Walker, Stones, Braithwaite, Lewis, O’Reilly, Nunes, McAtee, Doku, Grealish, Foden
Varamenn: Ederson, Dias, Kovacic, Gundogan, Bernardo, Gvardiol, Akanji, Savinho, Wright

Aston Villa: Gauci, Nedeljkovic, Bogarde, Swinkels, Maatsen, Bailey, Onana, Barkley, Young, Buendia, Duran
Varamenn: Zych, Carlos, Ramsey, Rowe, Borland, Jimoh-Aloba, Patterson, Moore, Broggio

Leicester: Ward, Pereira, Coady, Okoli, Thomas, Choudhury, Soumare, Buonanotte, Decordova-Reid, Fatawu, Edouard
Varamenn: Iversen, Justin, Faes, Skipp, Golding, El Khannouss, McAteer, Alves, Ayew
Athugasemdir
banner
banner