Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Kroos: Get ég núna sagt að ég sé Evrópumeistari?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos lagði fótboltaskóna á hilluna í sumar eftir tíu ár hjá Real Madrid, þar sem hann var einn af allra bestu miðjumönnum heimsfótboltans.

Hann hætti í fótbolta eftir að Þýskaland datt úr leik á Evrópumótinu í sumar sem haldið var á heimavelli. Þýskaland tapaði þar gegn Spánverjum í 8-liða úrslitum eftir sigurmark frá Mikel Merino á 119. mínútu.

Spánverjar stóðu uppi sem sigurvegarar á mótinu en Þjóðverjar voru bálreiðir út í Anthony Taylor dómara og aðstoðarmenn hans eftir tapið. Þýska þjóðin vildi fá dæmda vítaspyrnu þegar fast skot Jamal Musiala, sem var augljóslega á leið í átt að marki, fór í hendi Marc Cucurella innan vítateigs.

Taylor dæmdi ekki vítaspyrnu og sá VAR-teymið ekki ástæðu til að breyta dómnum þar sem þeir töldu handlegg Cucurella vera í náttúrulegri stöðu þegar hann fékk boltann í sig.

Dómaranefnd UEFA fékk mikla gagnrýni fyrir þetta atvik en stóð við bakið á Taylor og dómarateymi hans, allt þar til á dögunum þegar sambandið viðurkenndi að þetta hafi verið rangur dómur.

   24.09.2024 10:30
UEFA viðurkennir loks að Þýskaland átti að fá víti


Kroos fékk veður af þessari tilkynningu UEFA og var ekki lengi að tjá sitt álit, en hann hefur verið duglegur að viðra sína skoðun á ákvarðanatöku Taylor og slökum viðbrögðum UEFA eftir síðasta leik ferilsins.

„Það tók UEFA þrjá mánuði að átta sig á því að þetta var hendi þegar nánast allir aðrir sáu það á fyrstu sekúndunni. Þessi tilkynning virkilega léttir mér lundina," sagði Kroos þegar hann lýsti leik í Icon League og hló kaldhæðnislega.

„Get ég núna sagt að ég sé Evrópumeistari útaf því að UEFA hefur viðurkennt mistök? Ég held ekki."
Athugasemdir
banner
banner