Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Heimaleikir hjá Girona og Barca
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í evrópska fótboltaheiminum í dag og í kvöld þar sem leikir eru á dagskrá í hinum ýmsu keppnum.

Það eru tveir leikir sem fara fram í efstu deild spænska boltans þar sem spútnik lið síðustu leiktíðar, Girona, tekur á móti Rayo Vallecano áður en Barcelona fær Getafe í heimsókn.

Girona hefur ekki farið sérlega vel af stað á nýju tímabili og er aðeins búið að næla sér í sjö stig eftir sex umferðir. Börsungar tróna aftur á móti á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og geta endurheimt fjögurra stiga forystu með sigri í kvöld.

Rayo Vallecano hefur verið að spila góðan fótbolta á upphafi tímabils og gæti reynst erfið þraut fyrir Girona, á meðan Getafe er eitt af tveimur liðum deildarinnar sem á eftir að vinna leik á tímabilinu. Getafe hefur þó aðeins fengið fimm mörk á sig í fyrstu sex leikjunum, sem er jafn mikið og Barcelona.

Svo eru þrír leikir á dagskrá í ítalska bikarnum, þar sem Pisa og Cesena mætast í B-deildarslag áður en Udinese fær Salernitana í heimsókn.

Genoa og Sampdoria eigast svo við í hatrömmum nágrannaslag í kvöldleiknum sem gæti boðið upp á mikinn hita.

La Liga
17:00 Girona - Vallecano
19:00 Barcelona - Getafe

Ítalski bikarinn
14:00 Pisa - Cesena
16:30 Udinese - Salernitana
19:00 Genoa - Sampdoria
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 6 6 0 0 22 5 +17 18
2 Real Madrid 7 5 2 0 16 5 +11 17
3 Athletic 7 4 1 2 11 7 +4 13
4 Atletico Madrid 6 3 3 0 10 3 +7 12
5 Mallorca 7 3 2 2 6 5 +1 11
6 Villarreal 6 3 2 1 12 13 -1 11
7 Osasuna 7 3 2 2 8 11 -3 11
8 Alaves 7 3 1 3 11 10 +1 10
9 Celta 6 3 0 3 14 13 +1 9
10 Vallecano 6 2 2 2 8 7 +1 8
11 Betis 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Sevilla 7 2 2 3 7 9 -2 8
13 Girona 6 2 1 3 8 10 -2 7
14 Espanyol 6 2 1 3 6 9 -3 7
15 Leganes 7 1 3 3 4 8 -4 6
16 Real Sociedad 7 1 2 4 3 7 -4 5
17 Valencia 7 1 2 4 5 10 -5 5
18 Valladolid 7 1 2 4 3 15 -12 5
19 Getafe 6 0 4 2 3 5 -2 4
20 Las Palmas 6 0 2 4 7 12 -5 2
Athugasemdir
banner
banner
banner