Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
   mið 25. september 2024 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: 16 ára í markinu hjá Arsenal - Chiesa byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara tveir leikir fram í enska deildabikarnum í kvöld, þar sem stórveldin Arsenal og Liverpool eiga heimaleiki gegn Bolton og West Ham.

Liðin eigast við í 32-liða úrslitum og gera báðir þjálfarar umtalsverðar breytingar á byrjunarliðum sínum frá því í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Declan Rice, Riccardo Calafiori og Bukayo Saka halda þó byrjunarliðssætum sínum í liði Arsenal sem byrjar með 16 ára gamlan markvörð - Jack Porter. Þá eru Joshua Nichols, 18 ára, og Myles Lewis-Skelly, sem verður 18 ára á morgun, í varnarlínunni. Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri byrjar á miðjunni en hann þykir gríðarlega efnilegur leikmaður.

Kai Havertz, Gabriel Martinelli og Thomas Partey eru meðal varamanna.

Arne Slot þjálfari Liverpool gerir níu breytingar á sínu byrjunarliði, þar sem Caoimhin Kelleher og Darwin Núnez halda byrjunarliðssætum sínum frá því um helgina. Federico Chiesa fær tækifæri í byrjunarliðinu alveg eins og Wataru Endo, Curtis Jones og Cody Gakpo.

Julen Lopetegui þjálfari West Ham gerir sjö breytingar á sínu liði eftir tap á heimavelli gegn Chelsea um helgina. Jarrod Bowen, Crysencio Summerville, Max Kilman og Edson Álvarez halda byrjunarliðssætum sínum.

Arsenal: Porter; Nichols, Kiwior, Calafiori, Lewis-Skelly; Rice, Jorginho, Nwaneri; Saka, Jesus, Sterling
Varamenn: Rojas, Saliba, Gabriel, Kacurri, Heaven, Partey, Havertz, Martinelli, Kabia

Bolton: Southwood, Dacres-Cogley, Forino, Santos, Toal, Williams, Sheehan, Dempsey, Arfield, McAtee, Collins.
Varamenn: Baxter, Johnston, Schon, Inwood, Matheson, Matete, Thomason, Adeboyejo, Charles.

Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, Gomez, Tsmikas, Endo, Jones, Gakpo, Chiesa, Nunez, Jota
Varamenn: Jaros, Van Dijk, Diaz, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Robertson, Alexander-Arnold, Morton

West Ham: Fabianski, Coufal, Todibo, Kilman, Cresswell, Soler, Álvarez, Soucek, Bowen, Ings, Summerville
Varamenn: Foderingham, Antonio, Paqueta, Kudus, Mavropanos, Rodriguez, Wan-Bissaka, Emerson, Irving
Athugasemdir
banner
banner
banner