Arsenal vill Vlahovic - Howe orðaður við Man Utd - United hefur enn áhuga á Sesko
banner
   mið 25. september 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorleifur hættur með ÍR (Staðfest)
Þorleifur Óskarsson.
Þorleifur Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Óskarsson er hættur þjálfun kvennaliðs ÍR en þetta staðfestir hann við Fótbolta.net. Hann nýtti sér riftunarákvæði í samningi sínum.

Þorleifur hefur þjálfað ÍR frá 2022 og undir hans stjórn fór liðið upp úr 2. deild. Í sumar féll liðið úr Lengjudeildinni.

„Þetta hafa verið frábær þrjú ár hjá ÍR og gengið framar vonum. Liðið hefur farið úr því að vera í neðri hluta 2. deildar í að verða lið sem berst um tilveru í Lengjudeild. Liðið hefur spilað góðan fótbolta og haldið í sín gildi, þótt árangurinn í sumar hafi ekki verið sá sem vænst var. Það má segja að litlu hlutirnir hafi ekki fallið með okkur; missum lykilmenn í barneign, heimþrá og einhverjar sem hættu.?En stúlkurnar voru svo sannarlega með bláhvíta hjartað og lögðu sig fram til síðustu mínútu mótsins og framtíð þeirra er björt," segir Þorleifur.??

„Það er ágætis tímapunktur núna eftir 40 ár í meistaraflokks fótbolta og 25 ár í þjálfun að skoða næstu skref. Ég tel að stíga til hliðar frá uppeldisfélagi mínu, ÍR, sé rétta skrefið núna."

„Það koma alltaf breytingar þegar lið fara niður um deild og gott fyrir félagið að fá nýja rödd í það verkefni. Ástríðan er alltaf sú sama og framtíðin er handan við hornið. Næstu skref bíða í þjálfun og spennandi tímar eru í íslenskum fótbolta sem er ótrúlega gaman að taka þátt í," segir hann jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner