Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 19:32
Aksentije Milisic
Aco Pandurevic að yfirgefa Kormák/Hvöt
Mynd: Kormákur/Hvöt

Aco Pandurevic er að hætta þjálfun Kormáks/Hvatar samkvæmt heimildum Fotbolta.net.

Aco er 43 ára gamall en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar þegar Kormákur/Hvöt náði að halda sæti sínu í 2. deild karla eftir spennandi lokaumferð.


Aco kom einnig að þjálfun yngri flokka á Blönduósi en hann hafði áður einnig þjálfað meistaraflokkinn. Hann stýrði Kormáki/Hvöt í 3. deildinni sumarið 2022 en hætti svo með liðið í maí árið 2023 áður en hann sneri svo aftur.

Hann á að baki 186 leiki í meistaraflokki á Íslandi og flestir af þeim eru með Ægi á Þorlákshöfn en þar var hann frá árinu 2011 til 2021.

Eins og áður segir náði Kormákur/Hvöt að halda sæti sínu í annari deildinni í sumar en liðið var nýliði. Kormákur/Hvöt tapaði í lokaumferðinni en það kom ekki að sök þar sem KF mistókst að ná í stig á heimavelli gegn Hetti/Huginn og endaði Kormákur/Hvöt því með einu stigi meira en KF í tíunda sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner