Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Leicester þurfti vítaspyrnur - Erfitt fyrir Villa
Walsall komst ekki framhjá Danny Ward í vítaspyrnukeppninni.
Walsall komst ekki framhjá Danny Ward í vítaspyrnukeppninni.
Mynd: EPA
Jhon Durán þurfti vítaspyrnu til að skora gegn Wycombe.
Jhon Durán þurfti vítaspyrnu til að skora gegn Wycombe.
Mynd: Getty Images
Síðustu tveimur leikjum kvöldsins er lokið í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins, þar sem úrvalsdeildarfélögin Leicester City og Aston Villa eru komin áfram í næstu umferð eftir sigra gegn andstæðingum úr neðri deildum enska boltans.

Leicester heimsótti Walsall, sem leikur í fjórðu efstu deild enska deildakerfisins. Búist var við þægilegum sigri gestanna en þeim tókst ekki að skora í bragðdaufri viðureign.

Leicester hélt boltanum vel en tókst ekki að skapa sér mikið af færum. Heimamenn í Walsall voru einnig skeinuhættir en tókst heldur ekki að skora og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að útkljá sigurvegara.

Vítaspyrnukeppnin var ótrúlega fljótleg, þar sem Leicester skoraði úr fyrstu þremur spyrnunum sínum á meðan fyrstu þrír spyrnumenn Walsall klúðruðu allir.

Aston Villa heimsótti Wycombe, sem leikur í þriðju efstu deild, og var staðan markalaus eftir afar áhugaverðan fyrri hálfleik.

Lærisveinar Unai Emery héldu boltanum vel en náðu ekki að eiga eina einustu marktilraun sem hæfði rammann þrátt fyrir að koma sér nokkrum sinnum í mjög góðar stöður.

Aftur á móti voru heimamenn í Wycombe stórhættulegir í sínum sóknaraðgerðum og áttu fjórar markiltraunir sem hæfðu rammann fyrir leikhlé.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og sá síðari einnig, nema að gestirnir í liði Aston Villa nýttu færin sín. Emiliano Buendía skoraði með frábærum skalla á 55. mínútu og tvöfaldaði Jhon Durán forystuna með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Richard Kone minnkaði muninn fyrir heimamenn en markið hans kom alltof seint. Wycombe hafði ekki tíma til að jafna og urðu lokatölur 1-2 fyrir Aston Villa eftir furðu jafna viðureign.

Walsall 0 - 0 Leicester
0-3 í vítaspyrnukeppni

Wycombe 1 - 2 Aston Villa
0-1 Emiliano Buendia ('55 )
0-2 Jhon Duran ('85 , víti)
1-2 Richard Kone ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner