Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 30. júní 2024 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Lengjudeildin
Liam Daði hér fyrir miðju.
Liam Daði hér fyrir miðju.
Mynd: Þróttur.is
Ian Jeffs, faðir Liam.
Ian Jeffs, faðir Liam.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð. Ég get ekki lýst þessu," sagði Liam Daði Jeffs, sóknarmaður Þróttar, við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur Þróttar gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Liam Daði, sem er fæddur árið 2006, kom óvænt inn í byrjunarliðið og skoraði eina mark leiksins. Þetta var hans fyrsti leikur í sumar og fyrsta markið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Grindavík

„Ég sagði við strákana að ég fór í lúmskt 'blackout' í horninu þegar ég fagnaði. Þetta var geggjuð tilfinning."

„Steinar vinnur boltann mjög vel, ég tek boltann og negli honum á markið. Grasið var blautt og ég læt hann skoppa. Gott mark. Ég er bara með markanef, skilurðu? Maður horfir bara á markið. Ég vil gera vel fyrir félagið og skora mörk."

Liam hefur verið að skora mikið með 2. flokki í sumar og fékk loks tækifærið með meistaraflokki í kvöld.

„Ég þakka traustið frá Venna og ég hef fengið geggjaðan stuðning frá honum og öllu þjálfarateyminu. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég þurfti að sanna mig í 2. flokki og svo fæ ég tækifærin. Það kemur bara allt."

Ian Jeffs er faðir Liam en hann var á sínum leikmannaferli öflugur miðjumaður. Jeffsy, eins og hann er kallaður, er í dag þjálfari Hauka en hann þjálfaði Þrótt þar áður.

„Hann var svolítið nettari á miðjunni og var að dreifa spilinu. Ég er bara að setja mörkin. Það er svolítill munur á okkur en ég fæ þetta frá honum. Það er hægt að segja það," segir Liam en hann hugsaði ekki um að elta pabba sinn í Hauka.

„Ég er samningsbundinn Þrótti og geri allt fyrir þetta félag á meðan ég er samningsbundinn. Ég er stoltur Þróttari, lifi Þróttur!"

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar leggur Liam áherslu á það að Þróttur verði að halda áfram að vinna leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner