Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   sun 30. júní 2024 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Lengjudeildin
Liam Daði hér fyrir miðju.
Liam Daði hér fyrir miðju.
Mynd: Þróttur.is
Ian Jeffs, faðir Liam.
Ian Jeffs, faðir Liam.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð. Ég get ekki lýst þessu," sagði Liam Daði Jeffs, sóknarmaður Þróttar, við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur Þróttar gegn Grindavík í Lengjudeildinni.

Liam Daði, sem er fæddur árið 2006, kom óvænt inn í byrjunarliðið og skoraði eina mark leiksins. Þetta var hans fyrsti leikur í sumar og fyrsta markið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Grindavík

„Ég sagði við strákana að ég fór í lúmskt 'blackout' í horninu þegar ég fagnaði. Þetta var geggjuð tilfinning."

„Steinar vinnur boltann mjög vel, ég tek boltann og negli honum á markið. Grasið var blautt og ég læt hann skoppa. Gott mark. Ég er bara með markanef, skilurðu? Maður horfir bara á markið. Ég vil gera vel fyrir félagið og skora mörk."

Liam hefur verið að skora mikið með 2. flokki í sumar og fékk loks tækifærið með meistaraflokki í kvöld.

„Ég þakka traustið frá Venna og ég hef fengið geggjaðan stuðning frá honum og öllu þjálfarateyminu. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég þurfti að sanna mig í 2. flokki og svo fæ ég tækifærin. Það kemur bara allt."

Ian Jeffs er faðir Liam en hann var á sínum leikmannaferli öflugur miðjumaður. Jeffsy, eins og hann er kallaður, er í dag þjálfari Hauka en hann þjálfaði Þrótt þar áður.

„Hann var svolítið nettari á miðjunni og var að dreifa spilinu. Ég er bara að setja mörkin. Það er svolítill munur á okkur en ég fæ þetta frá honum. Það er hægt að segja það," segir Liam en hann hugsaði ekki um að elta pabba sinn í Hauka.

„Ég er samningsbundinn Þrótti og geri allt fyrir þetta félag á meðan ég er samningsbundinn. Ég er stoltur Þróttari, lifi Þróttur!"

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar leggur Liam áherslu á það að Þróttur verði að halda áfram að vinna leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner