Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 26. júlí 2020 19:38
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Fannst við oft taka rangar ákvarðanir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki skemmtilegur leikur en við tökum stigið með okkur heim og það er alltaf gott," sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA og KR gerðu líka jafntefli í leik liðanna á Greifavellinum.

„Við höfum ekki spilað sérstaklega skemmtilega leiki hér undanfarin ár en við erum sáttir við að halda hreinu og það er mjög gott fyrir okkur."

Varnir beggja liða voru sterkar og sóknarleikurinn eftir því.

„Sóknarleikurinn gekk brösulega hjá báðum liðum. Aðstæður bjóða kannski ekki upp á sambó fótbolta en við vorum að reyna. Mér fannst við oft taka rangar ákvarðanir. Það er mjög auðvelt að sitja upp í stúku eða á varamannabekknum og fussa yfir leikmönnum. Þetta var ekkert frábær fótboltaleikur."

Aron Bjarki meiddist í upphitun en KR má ekki við meiðslum.

„Það er það. Við vorum með Finn Tómas lengi frá, hann er kominn til baka. Síðan meiðist Arnór Sveinn í síðasta leik og núna Aron í upphitun en ég reikna með að Arnór Sveinn verði klár í næsta leik. Aron fær líka tíma til að hvíla sig núna þá eru þeir allir búnir að fá smá hvíld og þá verða þeir vonandi ferskir það sem eftir lifir."

Spurður út í markið sem KA skorar og var dæmt af.

„Ég áttaði mig ekki á þessu, ég hef ekki hugmynd af hverju var dæmt."

Tobias hefur tjáð KR að hann vilji halda heim á leið til Danmerkur.

„Tobias er kominn með heimþrá. Hann tilkynnti okkur það. Við höfum rætt það í góðu tómi. Ef hann vil fara þá fer hann en hann er samningsbundinn út tímabilið. Hann ætlar að reyna að klára tímabilið með okkur en ef það kemur tilboð í hann eða við finnum einhverja sameiginlega laus þá er það minnsta mál fyrir okkur að leyfa honum að fara en við þurfum þá að vera klárir með einhvern í staðinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner