Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   sun 26. júlí 2020 19:38
Ester Ósk Árnadóttir
Rúnar Kristins: Fannst við oft taka rangar ákvarðanir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki skemmtilegur leikur en við tökum stigið með okkur heim og það er alltaf gott," sagði Rúnar Kristins eftir 0-0 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  0 KR

KA og KR gerðu líka jafntefli í leik liðanna á Greifavellinum.

„Við höfum ekki spilað sérstaklega skemmtilega leiki hér undanfarin ár en við erum sáttir við að halda hreinu og það er mjög gott fyrir okkur."

Varnir beggja liða voru sterkar og sóknarleikurinn eftir því.

„Sóknarleikurinn gekk brösulega hjá báðum liðum. Aðstæður bjóða kannski ekki upp á sambó fótbolta en við vorum að reyna. Mér fannst við oft taka rangar ákvarðanir. Það er mjög auðvelt að sitja upp í stúku eða á varamannabekknum og fussa yfir leikmönnum. Þetta var ekkert frábær fótboltaleikur."

Aron Bjarki meiddist í upphitun en KR má ekki við meiðslum.

„Það er það. Við vorum með Finn Tómas lengi frá, hann er kominn til baka. Síðan meiðist Arnór Sveinn í síðasta leik og núna Aron í upphitun en ég reikna með að Arnór Sveinn verði klár í næsta leik. Aron fær líka tíma til að hvíla sig núna þá eru þeir allir búnir að fá smá hvíld og þá verða þeir vonandi ferskir það sem eftir lifir."

Spurður út í markið sem KA skorar og var dæmt af.

„Ég áttaði mig ekki á þessu, ég hef ekki hugmynd af hverju var dæmt."

Tobias hefur tjáð KR að hann vilji halda heim á leið til Danmerkur.

„Tobias er kominn með heimþrá. Hann tilkynnti okkur það. Við höfum rætt það í góðu tómi. Ef hann vil fara þá fer hann en hann er samningsbundinn út tímabilið. Hann ætlar að reyna að klára tímabilið með okkur en ef það kemur tilboð í hann eða við finnum einhverja sameiginlega laus þá er það minnsta mál fyrir okkur að leyfa honum að fara en við þurfum þá að vera klárir með einhvern í staðinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner