Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 14:54
Elvar Geir Magnússon
Brann hefur rætt við Freysa
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brann, sem hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar, hefur rætt við Frey Alexandersson og hann er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti þjálfari liðsins.

Nettavisen segir að Freyr hafi fundað með Brann að minnsta kosti einu sinni en sjálfur vildi hann ekkert tjá sig í samtali við blaðið.

Freyr er laus eftir að hafa verið rekinn frá Kortrijk en er eftirsóttur af félagsliðum og hafa nokkur erlend félög haft samband við hann. Þá er hann einn af þremur þjálfurum sem KSÍ ætlar að ræða við í leitinni að næsta landsliðsþjálfara Íslands.

Eirik Horneland, sem var þjálfari Brann, hætti í desember og tók við franska liðinu Saint-Étienne.

Brann hefur verið með íslenskan þjálfara en Teitur Þórðarson stýrði liðinu á sínum tíma. Félagið hefur þrisvar orðið norskur meistari, síðast 2007 þegar Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson voru hjá því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner